Huldar ehf. textasmiðja er pínulítið fyrirtæki í eigu hjónanna, Birnu G. Konráðsdóttur og Brynjars H. Sæmundssonar á Hvanneyri.
Fyrirtækið er nú að stíga sín fyrstu skref í bókaútgáfu og er að mörgu að hyggja, en eigendur eru bjartsýnir. Á sínum snærum hafa þau úrval af framúrskarandi fólki eins og ritstjóra og prófarkalesara hjá Textaverki.is og vefsíðuhönnuð frá Netvöktun.is og marga fleiri frábæra einstaklinga sem eru að leggja þeim lið, hver á sínu sérsviði.
Það er von eigenda að í framtíðinni, þegar fyrirtækið hefur slitið barnsskónum, muni gefa á að líta fjölbreytta flóru bóka á sölusíðunni eftir ýmsa höfunda um hin margvíslegustu efni.
Nú þegar hafa höfundar haft samband til að ræða um samstarf svo það eru spennandi tímar fram undan. Hins vegar er það ekki stefna fyrirtækisins að verða stórt eða vaxa hratt. Eigendur hafa tröllatrú á því að sígandi lukka sé best, svo öllu verður stillt í hóf í þessum efnum og valið vandað.