Kona verður orðlaus - Lygilega sönn reynslusaga
5.700 kr.
Um er að ræða lygilega sanna reynslusögu um afdrifarík örlög, ævintýralega sjúkrahúsvist og annað skondið og skrýtið sem höfundurinn, Birna G. Konráðsdóttir, hefur reynt um ævina.
Bókin er raunsæ, en jafnframt ærslafull ádeila með skáldlegu ívafi. Hún fjallar um málóða konu sem varð "orðlaus" bæði vegna krabbameins í barka og samskipta við íslenska heilbrigðiskerfið.
Lesendur eru kynntir fyrir hliðarsjalfum höfundar. Um er að ræða þríeyki með dömu nokkra í broddi fylkingar. Sú er kotroskin kerla sem hjálpaði höfundi við að þrauka erfiða tíma í veikindunum, ásamt guðsbarni og drottningu.
Í þessari frásögn kveður við sammannlega tón, en öll búum við að sögum, reynslu og upplifunum sem aðrir geta sótt styrk í og jafnvel fengið innsýn í áður ókannaða kima lífsins.
Þetta er önnur bók höfundar. Fyrir síðustu jól gaf hún út smásagnasafnið Hamingjan í Hillunum.
Setja í körfu

