Það eru ótrúlega margir sem ekki nenna að lesa langar sögur, vilja frekar hlusta. En það eru einnig ótrúlega margir sem eru búnir að gleyma töfrum smásögunnar.
Í smásagnasafninu Hamingjan í Hillunum, eru 30 ör- og smásögur. Þar kennir ýmissa grasa. Í bókinni leynast sakamálasögur, gamalt morðmál sem leysist, frásögn af sérstökum flutningi, óskýranlegar upplifanir, uppreisn æru, kynferðisleg misnotkun, minnisglöp, einstakt sjónarhorn á sögu gamals skóla, saga um von, frásögn af því að missa maka sinn, og margar, margar fleiri. Og það góða við smásögur er að þar fá flestir eitthvað við sitt hæfi.
Hamingjan í Hillunum er á tilboði núna. Ekki missir sá sem fyrstur fær.
Bókina má bæði kaupa hér á síðunni, og einnig í bókaverslunum Pennans á Suðunesjum, höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Akureyri.
