… og fleiri hafa tjáð sig …

Þau tíðindi hafa borist utan úr hinu íslenska jólabókaflóði að óvenjulega bókin Kona verður orðlaus Lygilega sönn reynslusaga sé vel til þess fallinn að kaupa, eiga og gefa

Guðrún sagði: Jólabókin mín í ár, tvímælalaust. Keypt og lesin um leið og hún kom út. Saga af skelfilegri lífsreynslu, sögð með óborganlegum kolsvörtum húmor höfundar. Sannarlega þörf áminning fyrir okkur öll sem störfum í heilbrigðiskerfinu. Velti fyrir mér hvort hún, eða amk valdir kaflar, eigi ekki fullt erindi inn í námsefni allra heilbrigðisstétta. Takk, og til hamingju með hana Birna Guðrún Konráðsdóttir.

Kristín skrifaði: Mæli með þessari bók fyrir jólin 🎅 ég er búin að lesa hana og það sem Birna Guðrún Konráðsdóttir hefur gengið í gegn um sýnir hve mögnuð hún er. Þessi bók heldur manni alveg við efnið, maður er sorgmædd😢, reið, maður brosir og hlær að húmornum hennar. Ég hvet alla til að lesa þessa bók og sérstaklega fólk sem vinnur í heilbrigðisgeiranum. Bókin fæst í Ljómalind og líka hægt að panta hana á textasmidja.is.  Forlagið og Penninn/Eymundsson. Birna áritar líka svo fallega ef þess er óskað. Koma svo styrkjum bókahöfund í heimabyggð sem hefur lent í átakanlegri lífsreynslu sem ekki er enn komin með 100% lausn á sínum málum. Ég sendi þér hlýjar baráttukveðjur kæra Birna ❤️

Guðrún María sendi þessa kveðju:  Þessa bók ættu allir að lesa, helst að eiga. Ég keypti þessa bók um leið og hún kom út og fékk hana strax heimsenda. Þetta er mjög góð bók og vel skrifuð. Lestur hennar tekur á því höfundur hefur lent í ótrúlegustu aðstæðum sem enginn vildi óska sér. Ég bæði hló og grét, þar sem innihaldið er mjög umhugsunarvert. Látið þessa bók ekki framhjá ykkur fara.❤️❤️
Svava Svandís var á svipuðum slóðum. Hún sagði: Eg er sammála að bókina ættu flestir að lesa. Ég er búin að vera að lesa þessa bók í þónokkurn tíma og les hana smátt …það er ekki auðvelt að meðtaka allar þær hremmingar sem Birna Guðrún Konráðsdóttir hefur þurft að ganga í gegn um og komist áfram gersamlega á hnefunum…!
Eg hef þekkt hana í áratugi og að lesa þessar frásagnir er oft þyngra en tárum taki …þegar mér þykir vænt um dömuna sem lendir í þessu og því er eins gott að lesa eitthvað léttmeti með
… En þessi bók ætti að vera skyldulesning í lækna og hjúkrunarskólum og auðvitað allt fólk sem vinnur við heilsugjæslu..!
..til þess eru vítin að varast þau
Ert þú búinn að kaupa þér eintak?