Frábærar viðtökur

Smásagnasafnið Hamingjan í Hillunum eftir Birnu G. Konráðsdóttur hefur hlotið fádæma góðar viðtökur. Rennt var blint í sjóinn með því að gefa út smásagnasafn, en smásögur hafa átt undir högg að sækja en einnig að gefa út eftir áður óþekktan höfund. Ef fram heldur sem horfir, þá þarf ekki að hafa áhyggjur af þessari útgáfu. Hér að neðan fara umsagnir ánægðra lesenda sem gáfu góðfúst leyfi til að nöfn þeirra yrðu birt.

Olga Katrín : Mjög skemmtileg bók og margar sögur sem grípa mann strax. Gnauðið var mjög áhrifamikil og mér fannst Drullupollurinn mjög góð myndlíking fyrir þunglyndi og lágt sjálfsmat.

Jóhanna Gréta Möller: Mér finnst bókin mjög góð. Sögurnar frábærar. Vel skrifaðar og ná vel til mín. Jólin er saga sem ég tengi við. Bíð eftir næstu bók frá höfundi.

Guðmundur B. Jóhannsson: Ég var skeptískur á smásagnasafn en er feginn að hafa fengið bókina. Sögurnar eru sannarlega hver með sínu móti og snerta flestar taugar. Kannski stendur Jólapokinn upp úr ásamt Gnauðinu og Hvískrinu. Það er eiginlega afar erfitt að gera upp á milli. Hlakka til að fylgjast með þessum höfundi í framtíðinni.