Nýja bókin, Kona verður orðlaus Lygilega sönn reynslusaga er alveg tilvalin til jólagjafa. Það eru lesendur sem ekki vilja koma fram undir fullu nafni en sendu þessar umsagnir um bókina.
„Í gamla daga las ég Alexander McLean í einum hvelli, af því að bækur hans voru svo spennandi. Þessi var svo góð að gömul tilfinning lét á sér kræla og ég las bókina í einum rykk. Ég er ekki einu sinni búinn að lesa allar jólabækurnar frá síðustu jólum.“ Halldór
„Einhverra hluta vegna greip þessi bók mig heljartökum strax í upphafi. Hún er einlæg, glettin ádeila sem ég trúi að hreyfi við lesendum. Það var svo margt sem kom mér á óvart er kemur að stöðu heilbrigðiskerfisins. Sem dæmi hvernig mállausir eigi að panta sér tíma, eða láta vita ef lyftan festist, og hvað fólk þarf virkilega að vera á tánum um að fá „rétta“ meðferð og lyf. Ég næstum skammast mín fyrir að segja að ég skellti oft upp úr við lesturinn. Það er kannski þess vegna sem mér finnst bókin algjört meistaraverk. Fjallar um grafalvarleg málefni, en tekst að koma með kómíska hlið. Ég er jafnvel að hugsa um að lauma henni í nokkra jólapakka. Takk fyrir mig.“ Bjössi.
Hrönn segir: „Var að klára bókina þína sem mér fannst bæði spennandi og skemmtileg og las í einum rykk, meira að segja skellti upp úr á köflum. Jafnvel þó það sem þú hafir þurft að þola sé ómanneskjulegt í alla staði, jesús góður guð hvað á þig hefur verið lagt, seinómor eins og krakkarnir segja. En takk fyrir frábæra sögu.“
