Þessa bók fékk ég í hendur á dögunum. Þetta er smásagnasafn og ég verð að segja að bókin er mjög góð aflestrar. Reyndar bjóst ég aldrei við öðru frá þessum höfundi. Þetta er ein af þeim bókum sem maður vill ekki að taki enda, vildi halda áfram að lesa og bíð spennt eftir næsta skammti. Það er tekið á ýmsu í mannlegu samfélagi og oft óvænt sögulok. Birna Guðrún Konráðsdóttir þetta er frábær bók.