Þau tíðindi hafa borist utan úr hinu íslenska jólabókaflóði að óvenjulega bókin Kona verður orðlaus Lygilega sönn reynslusaga sé vel til þess fallinn að kaupa, eiga og gefa
Guðrún sagði: Jólabókin mín í ár, tvímælalaust. Keypt og lesin um leið og hún kom út. Saga af skelfilegri lífsreynslu, sögð með óborganlegum kolsvörtum húmor höfundar. Sannarlega þörf áminning fyrir okkur öll sem störfum í heilbrigðiskerfinu. Velti fyrir mér hvort hún, eða amk valdir kaflar, eigi ekki fullt erindi inn í námsefni allra heilbrigðisstétta. Takk, og til hamingju með hana Birna Guðrún Konráðsdóttir.
Kristín skrifaði: Mæli með þessari bók fyrir jólin
ég er búin að lesa hana og það sem Birna Guðrún Konráðsdóttir hefur gengið í gegn um sýnir hve mögnuð hún er. Þessi bók heldur manni alveg við efnið, maður er sorgmædd
, reið, maður brosir og hlær að húmornum hennar. Ég hvet alla til að lesa þessa bók og sérstaklega fólk sem vinnur í heilbrigðisgeiranum. Bókin fæst í Ljómalind og líka hægt að panta hana á textasmidja.is. Forlagið og Penninn/Eymundsson. Birna áritar líka svo fallega ef þess er óskað. Koma svo styrkjum bókahöfund í heimabyggð sem hefur lent í átakanlegri lífsreynslu sem ekki er enn komin með 100% lausn á sínum málum. Ég sendi þér hlýjar baráttukveðjur kæra Birna ![]()
