Segir Stefán Magnússon sem nýverið lauk lestri bókarinnar Hamingjan í Hillunum, eftir Birnu G. Konráðsdóttur, og vildi gjarnan deila upplifun sinni. Gefum honum orðið:
Nú er lestri lokið og ég gríðarlega ánægður með bókina. Fjölbreyttar sögur og skemmtilegar eða a.m.k. mjög áhugaverðar (orðið skemmtilegt á ekki við um myrka kima mannlífsins). Til hamingju með frábært verk og ég bíð spenntur eftir næstu bók!
Þær eru margar sögurnar mjög sterkar. Eins og Gnauðið og Drullupollurinn. Ég sá sumar þessara sagna sem efni í heila bók „krimma“. Gallinn við að nota söguþráðinn í heila bók er sá að þá koma alls kyns útútdúrar og hliðarsögur sem oft verða til þess að þráðurinn týnist. Eyjan höfðaði líka vel il mín. Mikið innihald í lítilli sögu. Annars eru þessar sögur dálítið dálítið eins og með ljóðin. Ein saga eða ljóð getur höfðað il mín í dag en síðan önnur saga eftir viku, mánuð, ár. Það er svo mikill galdur í því.